Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 195. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1292  —  195. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á umferðarlögum, nr. 30 mars 1987, með síðari breytingum.

Frá samgöngunefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og hefur borist umsögn frá Bifhjólasamtökum lýðveldisins.
    Í frumvarpi þessu er lagt til að gerðar verði breytingar á 72. gr. gildandi umferðarlaga, nr. 50/1987. Lagt er til að hver sá sem er á bifhjóli, hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls skuli nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað, ætlaðan til slíkra nota. Þá er lagt til að ökumaður á bifhjóli eða torfærutæki skuli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm og lágmarkshlífðarfatnað.
    Erlendar rannsóknir sýna fram á að hlífðarfatnaður getur komið í veg fyrir eða dregið úr alvarlegum áverkum í bifhjólaslysum. Nefndin telur brýnt að skýrt verði kveðið á um notkun hlífðarfatnaðar í umferðarlögum.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi

BREYTINGU:


    C-liður 1. gr. falli brott.

Alþingi, 16. mars 2007.



Guðmundur Hallvarðsson,


form., frsm.


Herdís Á. Sæmundardóttir.


Anna Kristín Gunnarsdóttir.



Kristján L. Möller.


Guðjón Hjörleifsson.


Þórunn Sveinbjarnardóttir.



Sigurrós Þorgrímsdóttir.


Jón Kristjánsson.


Guðjón A. Kristjánson.